VFOR3BE05 - Vefforritun - Bakendi

Bakendi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: VFOR2FE05
Nemendur kafa dýpra í vefforritun. Farið verður yfir forritun fyrir bakenda á vefsíðum. Settar verða vefsíður sem munu notast við gagnagrunna. Nemendur kynnast tengingu á milli framenda vefsíðu og bakenda vefsíðu og samskiptum á milli gagnagrunns og forrits á bakenda. Einnig munu nemendur læra hvernig á að senda gögn frá framenda á vefsíðu yfir á bakenda og frá bakenda í gagnagrunn. Notast verður við pakkastjóra (e. package manager) til að ná í pakka af netinu

Þekkingarviðmið

  • Uppsetningu gagnagrunna fyrir raunveruleg verkefni
  • Forritunarmáli sem notað er fyrir bakenda
  • Muninum á framenda vefsíðu og bakenda vefsíðu
  • Tengingu á milli bakenda vefsíðu og gagnagrunns

Leikniviðmið

  • Setja upp gagnagrunna og búa til töflur fyrir vefsíður
  • Búa til einfalda síðu með notkun forritunarmáls fyrir bakenda
  • Ná í gögn úr gagnagrunni á bakenda
  • Setja inn gögn í gagnagrunn á bakenda
  • Senda gögn frá framenda til bakenda
  • Leita sér að pökkum (e. package) á netinu

Hæfnisviðmið

  • Setja upp vefsíður frá grunni sem innihalda framenda, bakenda og tengingu við gagnagrunn
  • Skipuleggja töflur í gagnagrunni frá grunni út frá tilgangi vefsíðu
  • Velja sér rétta pakka (e. package) af netinu eftir þörfum hverju sinni
Nánari upplýsingar á námskrá.is