VFOR2GR05 - Vefforritun grunnur

Grunnur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Enginn
Nemendur læra grunnatriði vefsíðugerðar. Nemendur læra að setja upp einfaldar vefsíður frá grunni með notkun HTML og CSS. Farið er yfir hvernig einfaldar vefsíður eru hýstar á netþjóni svo allir geti skoðað vefsíðurnar. Það verður smá kynning á forritunarmálinu Javascript sem verður notað til að bæta við virkni á vefsíður sem búnar eru til. Lögð er áhersla á að nemendur viðhafi sjálfstæð vinnubrögð við úrlausn viðfangsefna áfangans. Nemendur vinna lokaverkefni í áfanganum sem reynir á alla þætti sem hafa verið skoðaðir í áfanganum.

Þekkingarviðmið

 • Helstu aðgerðum HTML
 • Helstu aðgerðum CSS
 • Grunnaðgerðum Javascript
 • Merkingafræðilegum mun á HTML kóða
 • Tengingu milli HTML, CSS og Javascript
 • Notkun skalanlegra vefsíðna

Leikniviðmið

 • Búa til vefsíðu með HTML
 • Breytt útliti á vefsíðu með CSS
 • Skrifa merkingafræðilega réttan HTML kóða
 • Tengjast netþjóni til að færa gögn vefsíðu á
 • Forrita einfalda virkni á vefsíður
 • Gera vefsíðu skalanlega með CSS

Hæfnisviðmið

 • Búa til vefsíður frá grunni með HTML og CSS
 • Gera vefsíður gagnvirkar með notkun Javascript
 • Búa til vefsíðu sem skalast vel frá tölvuskjá niður í símaskjá
Nánari upplýsingar á námskrá.is