VEFH3HÖ05 - Vefhönnun myndvinnsla og þrívíddarhönnun

Hönnun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: VEFH2HÖ05
Haldið verður áfram vinnu í ýmsum teikniforritum fyrir vektor myndir. Megináhersla er lögð á hönnun í þrívídd og vinnslu í þrívíddarforritum. Nemendur kynnast helstu atriðum þrívíddarhönnunar og hvernig færa skal þrívíðar myndir yfir í tvívídd. Lögð er áhersla að nemendur vinnu með sköpunarkraft sinn við lausnir verkefna. Nemendur munu vinna með og nota þrívíddarprentara og laserskera við úrslausnir á verkefnum ásamt því að læra hvernig skal vinna með þannig búnað

Þekkingarviðmið

  • Notkun á laserskera
  • Notkun á þrívíddarprentara
  • Notkun á vinylskera
  • Yfirfæra mynd úr tvívídd yfir í þrívídd
  • Mismunandi hugbúnaði við þrívíddarhönnun og vektorvinnslu
  • Ferli hönnunar frá hugmynd að hlut

Leikniviðmið

  • Búa til þrívíddarteikningar
  • Prenta út hluti úr teikniforriti í þrívíddarprentara
  • Láta laserskera skera út hönnun úr teikniforriti
  • Færa myndir úr þrívídd yfir í tvívídd fyrir laserskera
  • Prenta út þrívíddar teikningar í þrívíddarprentara
  • Nota forrit við hönnun
  • Nota stafrænan tækjabúnað við hönnun

Hæfnisviðmið

  • Hanna flóknari þrívíddarmyndir
  • Vinna skipulega við gerð flóknari verkefna
  • Búa til frá grunni hönnun í þrívídd sem er færð yfir á viðeigandi form til að prenta út í þrívíddarprentara
  • Nota stafrænan tækjabúnað við hönnun og sköpun eigin verka
Nánari upplýsingar á námskrá.is