VEFH2HÖ05 - Vefhönnun grunnur

Hönnun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Enginn
Nemendur læra grunnatriði í vefsíðu- og apphönnun. Settar verða upp prótótýpur fyrir bæði vefsíður og símaapp. Farið verður yfir hvernig hægt að er að gera prótótýpur gagnvirkar til að sýna flæði í gegnum vefsíðu eða app. Einnig verður farið yfir mismunandi litasamsetningar á vefsíðum, forrit til að vinna með prótótýpur, hönnun vektormynda, hönnun á lógó með vektormynd og almenn myndvinnsla. Nemendur vinna lokaverkefni í áfanganum sem reynir á alla þætti sem hafa verið skoðaðir í áfanganum.

Þekkingarviðmið

  • Helstu atriðum í vefsíðu- og apphönnun
  • Flæði í gegnum vefsíður og app
  • Kostum við litaval á vefsíðum
  • Kostum við litaval á lógóum
  • Kostum vektormynda á vefsíðum

Leikniviðmið

  • Vinna með myndir í myndvinnsluforriti
  • Vinna með vektor myndir í myndvinnsluforriti fyrir vektormyndir
  • Hanna lógó í myndvinnsluforriti fyrir vektor myndir

Hæfnisviðmið

  • Setja upp prótótýpum með gagnvirku flæði í gegnum vefsíðuna eða appið
  • Nemendur hanna lógó fyrir ákveðin fyrirtæki
Nánari upplýsingar á námskrá.is