FORR2GD05 - Leikjaforritun 1

Leikjaforritun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: FORR3PH05
Nemendur munu þróa tölvukerfi sem byggja upp tölvuheim sem hægt er að nota sem grunn við tölvuleikjagerð, sem og hermun. Notast verður við Javascript, ThreeJS og NodeJS. Farið verður yfir hlutbundna forritun, árekstrargreiningu, árekstrarviðbrögð, eðlisfræði sem og grunn stærðfræði. Hlutir búnir til í okkar eigin heimi og eiginleikar þeirra ákvarðaðir. Heimurinn verður teiknaður á Javascript Canvas með notkun ThreeJS, sem er tækni til að birta graffík. Farið verður stuttlega í notkun NodeJS við að tengja clienta saman í rauntíma.

Þekkingarviðmið

  • Hermun
  • Hlutbundinni forritun
  • Hjúpun
  • ThreeJS
  • Leikjaforritun

Leikniviðmið

  • Forrita hlutbundið
  • Halda utan um sitt eigið tölvukerfi til lengri tíma

Hæfnisviðmið

  • Búa til tölvuleiki
  • Hermun
  • Forrita hlutbundið
Nánari upplýsingar á námskrá.is