ÍSLE3BB05 - Barnabókmenntir

barnabókmenntir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ÍSLE2MÆ05
Í áfanganum velta nemendur fyrir sér menningarheimi barna og ungmenna. Fjallað er um upphaf og sögu barnabókmennta, aðallega á Íslandi. Ýmsir textar og sýnishorn barna- og ungmennabókmennta verða lesin. Þeir fá þjálfun í lestri fræðigreina um efnið. Skoðað er hvað einkennir góðar barnabækur og fjallað um gildi þess að börn lesi og að lesið sé fyrir þau. Nemendur greina myndasögur, bækur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og ungmennabækur. Einnig verður fjallað um ævintýri, fantasíur og sjónvarpsefni fyrir börn. Stefnt er að því að sjá eina barnaleiksýningu meðan á áfanganum stendur. Nemendur vinna að ýmsum smærri og stærri verkefnum, taka þátt í hópverkefnum, halda kynningar og taka þátt í umræðum.

Þekkingarviðmið

  • þróunarsögu íslenskra barna- og unglingabóka
  • uppbyggingu myndasagna
  • sögum sem ætlaðar eru mismunandi aldurshópum
  • mikilvægi þess að börn lesi og að lesið sé fyrir þau
  • mismunandi tegundum barnabókmennta

Leikniviðmið

  • fjalla af skilningi og þekkingu um barna- og unglingabækur
  • átta sig á hvað einkennir góðar barna- og unglingabækur
  • fjalla af skilningi og þekkingu um hvers konar afþreyingu sem ætluð er börnum
  • nýta sér fræðileg vinnubrögð við úrvinnslu efnis

Hæfnisviðmið

  • velja á gagnrýninn hátt lesefni handa börnum og unglingum
  • meta með gagnrýnum huga barnaefni af ýmsu tagi
  • Geta tjáð sig í ræðu og riti um verk ætluð börnum og ungmennum
Nánari upplýsingar á námskrá.is