MATR2GR05 - Grænmetisfæði og Vegan matur

Grænmetisfæði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LÝÐH1HF05 eða NÆRI2NN05 eða MATR1AM05
Kynnast vegan mat og almennu grænmetisfæði með að prófa sig áfram við smökkun, bökun og eldun á fjölbreyttri matargerð innan sviðsins. Stuttlega farið yfir sögu og upphaf veganismans, grænmetisfæðu, hráfæðis og hægeldunar ásamt umræðum um orðræðuna í samfélaginu og breytingu á henni í gegnum tíðina. Rætt um kauphegðun út frá leiðandi og villandi auglýsingum og fyrirsögnum hagsmunaaðila í matvælaiðnaðnum. Geta borið kennsl á næringarþörf mannslíkamans og hvernig sé hægt að fylla þá þörf á grænmetisfæði.

Þekkingarviðmið

  • 1. mikilvægi hreinlætis við meðhöndlun matvæla 2. viðeigandi verklagi við matargerð 3. hvernig hægt sé að fullnýta næringarefni fæðunnar 4. mikilvægi hollrar og fjölbreyttrar fæðu 5. hvaða fjölbreyttu matvæli þau geti nýtt til að ná yfir næringarþörf líkamans 6. hvaða fjölbreyttu matvæli sé hægt að nýta í stað kjöts og dýraafurða fyrir aðrar sakir (áferð, ofl.) 7. orðræðu, sögu, áróðri og hagsmunaárekstrum í gegnum tíðina innan matvælaiðnaðarins sem áhrifavald á matarmenningu í samfélaginu 8. bera kennsl á, greina og varast helstu brellur sem notaðar eru í auglýsingum og fyrirsögnum og hafa áhrif á kauphegðun í samfélaginu

Leikniviðmið

  • 1. útbúa fjölbreytta næringaríka máltíð bæði innan kennslustundar og á milli kennslustunda 2. forðast einhæft matarræði 3. velja og fylgja eftir næringaríkum uppskriftum 4. beita réttu verklagi til að viðhalda næringarefnum fæðunnar við eldun 5. gæta hreinlætis við matargerð

Hæfnisviðmið

  • 1. útbúa fjölbreytta næringaríka máltíð bæði innan kennslustundar og á milli kennslustunda 2. forðast einhæft matarræði 3. velja og fylgja eftir næringaríkum uppskriftum 4. beita réttu verklagi til að viðhalda næringarefnum fæðunnar við eldun 5. gæta hreinlætis við matargerð
Nánari upplýsingar á námskrá.is