ÍSAN2SS05 - Íslenska fyrir útlendinga - Að segja sögur

Segja sögur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Að nemendur hafi lokið a.m.k. 2 áföngum í ÍSAN.
Nemendur kynnast lestri smásagna og geti rætt sögur sem þeir lesa út frá hugtökum bókmenntafræðinnar. Halda lestrardagbók og læra helstu verkfæri til að skrifa sjálf sögur. Nemendur kynna sér einnig stuttmyndir og ræða hvað er sameiginlegt með stuttmyndum og smásögum.

Þekkingarviðmið

  • - helstu einkennum smásagna
  • - helstu einkennum stuttmynda
  • - aðferðum og leiðum við að semja og segja sögu

Leikniviðmið

  • - tjá sig munnlega um efni og einkenni smásagna og stuttmynda
  • - skrifa smásögu

Hæfnisviðmið

  • - beita tungumálinu á viðeigandi hátt
  • - tjá rökstudda afstöðu sína til efnis og boðskapar
  • - draga saman aðalatriði, beita gagnrýnni hugsun við lestur og túlkun og úrvinnslu texta
Nánari upplýsingar á námskrá.is