ÍSAN2KV05 - Íslenskt samfélag í kvikmyndum - Kvikmyndir

Kvikmyndir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Að nemendur kynnist íslensku samfélagi frá því um 1960 - 2018 eins ogþað birtist í íslenskum kvikmyndum. Skoði og skilgreini þann menningarheim í ljósi fortíðar og nútíðar. Nemendur horfa á fimm til sjö íslenskar kvikmyndir. Meginmarkmiðið er að nemendur geri sér grein fyrir þeim samfélagsbreytingum sem átt hafa sér stað á Íslandi undanfarin 60 ár. Að athuga sérstaklega hvernig þessar breytingar hafa áhrif á einstaklinginn í samfélaginu með því að horfa á íslenskar kvikmyndir sem gerast á árunum uppúr 1960 til dagsins í dag. Námið byggir á virkri þátttöku nemenda þar sem þeir vinna verkefni í tengslum við hverja mynd og athuga trúverðugleika kvikmyndalistarinnar sem frásagnarmiðils.

Þekkingarviðmið

  • íslensku samfélagi
  • breytingum á íslensku samfélagi og áhrifa á einstaklinginn
  • íslenskri tungu

Leikniviðmið

  • skoða og skilgreina menninguna sem birtist í kvikmyndunum
  • meta trúverðugleika kvikmyndalistarinnar sem frásagnarmiðils
  • tjá sig á íslensku, bæði munnlega og skriflega

Hæfnisviðmið

  • skilja íslenskt samfélag
  • taka þátt í umræðu um íslenskt samfélag
  • verða öruggari samfélagsþegn
Nánari upplýsingar á námskrá.is