NÆRI2NN05 - Næringarfræði - grunnáfangi

manneldismarkmið, næringarefni, næringargildi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum er fjallað um ráðleggingar landlæknis um orku- og næringarefnin, hlutverk þeirra, ráðlagða dagskammta og skortseinkenni. Farið er í gildandi lög og reglugerðir um aukefni í matvælum og merkingar umbúða. Farið er í næringarefnatöflur/-forrit til að reikna út næringargildi máltíða. Lögð er áhersla á að nemendur geti með gagnrýnum hætti metið gildi fullyrðinga um næringu í fjölmiðlum og á netinu. Fjallað er um næringarþarfir mismunandi hópa, sérfæði á sjúkrastofnunum og helstu gerðir sérfæðis sjúklinga og forsendur fyrir því.

Þekkingarviðmið

  • orku- og næringarefnum, hlutverkum þeirra, skortseinkennum og í hvaða matvælum þau eru helst að finna
  • ráðleggingum landlæknis um mataræði og ráðlögðum dagskömmtum um vítamín og steinefni
  • lögum og reglugerðum um aukefni og vörumerkingar matvæla
  • aðferðum til að meta líkamsástand og áhrifa megrunarkúra á líkamann
  • næringarþörfum sérstakra hópa og sjúklinga ásamt sérfæði á sjúkrastofnunum
  • næringartöflum og -forritum til að reikna út orku- og næringarinnihald í máltíðum

Leikniviðmið

  • lesa í hollustu einstakra fæðutegunda m.t.t. orku- og næringarinnihalds
  • reikna út næringargildi matseðils með næringartöflum/-forritum
  • lesa úr upplýsingum á umbúðum matvæla
  • nota BMI stuðulinn, klípu- og leiðnimæla til að meta líkamsástand

Hæfnisviðmið

  • velja sér og sínum fæðu samkvæmt ráðleggingum frá Embætti landlæknis
  • túlka niðurstöður næringarforrita á mataræði einstaklings
  • setja upp hollan dagsmatseðil
  • meta með gagnrýnum hætti upplýsingar um næringu sem koma frá t.d. fjölmiðlum eða af netinu
Nánari upplýsingar á námskrá.is