VIFR3MR05 - Markaðsrannsóknir

Markaðfræðirannsóknir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Nemandi hafi lokið 5 einingum á öðru þrepi í viðskiptafræðigreinum.
Meginviðfangsefni áfangans er að kynna fyrir nemendum undirstöðuatriði markaðskannana, tilhögun og framkvæmd markaðsrannsókna. Farið er í gagnasöfnun, gagnagreiningu og úrvinnslu. Unnin er markaðsrannsókn fyrir fyrirtæki. Lögð er áhersla á vandaða skýrslugerð nemenda og að þeir kynni niðurstöður sínar viðeigandi aðilum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is