VIFR3MR05 - Markaðsrannsóknir

Markaðfræðirannsóknir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Nemandi hafi lokið 5 einingum á öðru þrepi í viðskiptafræðigreinum.
Meginviðfangsefni áfangans er að kynna fyrir nemendum undirstöðuatriði markaðskannana, tilhögun og framkvæmd markaðsrannsókna. Farið er í gagnasöfnun, gagnagreiningu og úrvinnslu. Unnin er markaðsrannsókn fyrir fyrirtæki. Lögð er áhersla á vandaða skýrslugerð nemenda og að þeir kynni niðurstöður sínar viðeigandi aðilum.

Þekkingarviðmið

 • markaðrannsóknum bæðii eigindlegum og megindlegum
 • úrtaksaðferðum og helstu mælikvörðum sem notaðir eru í spurningalistum
 • kostum og göllum helstu tegunda kannanna
 • tilgangi og hugmyndafræði markaðskannanna
 • þýðingu markaðskannanna fyrir fyritæki og samfélag
 • samspili þarfa og markaðsrannsókna
 • umhverfigreiningu á áhrifum mismunandi sviða umhverfsins á fyrirtæki
 • samkeppnisgreiningu

Leikniviðmið

 • framkvæma markaðsrannsókn
 • gera rannsóknaráætlun
 • gera vandaðan spurningalista
 • nota aðferðir og verkfæri markaðskannanna við lausn raunhæfra verkefna
 • greina þarfi sem liggja að baki ýmsum vörum og/eða viðskiptum
 • framkvæma einfalda umhverfisgreiningu
 • framkvæma einfalda samkeppnisgreiningu
 • framkvæma einfalda markaðshlutun út frá gefnum breytum

Hæfnisviðmið

 • útskýra mikilvægi rannsókna fyrir einstaklingi, fyrirtæki og samfélagi
 • finna lausn á raunverulegum viðfangsefnum á sviði markaðfræðinnar
 • taka þátt í umræðu um markaðsmál með skilningi og út frá faglegu sjónarmiðii
 • lesa um málefni tengd markaðsmálum með skilningi
 • beita upplýsingatækni við öflun upplýsinga og lausn verkefna
 • nýta eigin reynslu af atvinnu og atvinnulífi við lausn verkefna
 • notað ýmis verkfæri stjórnunar til að auðvelda skipulagningu og gera stjórnun árangursríka
 • notað hugmyndir, aðferðir og verkfæri markaðfræðinnar til árangursríkrar markaðssetningar
Nánari upplýsingar á námskrá.is