LÍOL2IL05 - Líffæra- og lífeðlisfræði

innri líffæri

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LÍOL2SS05
Í áfanganum er farið í helstu grunndvallaratriði í líffæra- og lífeðlisfræði mannslíkamans. Fjallað er um hringrásarkerfið, samsetningu blóðs, byggingu og starfssemi hjartans og varnarkerfi líkamans. Bygging og hlutverk öndunarfæranna og stjórn öndunnar er skoðuð. Einnig er fjallað um byggingu og hlutverk meltingarkerfis, þvagfærakerfis og æxlunarkerfis.

Þekkingarviðmið

  • byggingu, starfsemi og hlutverkum hringrásar-, vessa-, meltingar-, öndunar-, þvagfæra- og æxlunarkerfis
  • eðliseinkennum blóðs og hlutverki þess í líkamanum
  • megingerðum blóðfrumna, einkennum þeirra, hlutverki og myndunarstað
  • byggingu hjartans og eðli hjartsláttar
  • þeim þáttum sem ákvarða og stjórna blóðþrýstingi

Leikniviðmið

  • rekja blóðstreymið um hjartað
  • fylgja eftir flæði vessa um kerfið
  • rekja leið innönundarloftsins og lýsa stjórn öndunar

Hæfnisviðmið

  • útskýra leiðir blóðs um líkamann
  • útskýra ferli inn- og útöndunar
  • útskýra frjóvgun og fyrstu daga fósturþroskans
Nánari upplýsingar á námskrá.is