MYNL2AT05 - Grunnáfangi í myndlist, teikning og vinnubók

Teikning, grunnur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: MYNL2FF05 og MYNL2MA05
1.Jafnlínuteikning. Frumformin teiknuð í þrívídd og skyggð. Síðan eru teiknuð fleiri form í þrívídd, tekið út úr og bætt við og skyggt. 2.Fríhendisteikning. Hlutateikning eftir fyrirmyndum. 3.Fjarvídd. Undirstöðuatriði fjarvíddar; Gerðar eru æfingar og tveggja- og þriggja hvarfpunkta myndir teiknaðar. 4.Modelteikning. Æfingar og þjálfun í að teikna mannslíkamann í réttum hlutföllum. 5.Teikniæfingar hvers kyns. 6.Skissubókarvinna. Nemendur fá ákveðin heimaverkefni og rannsóknarverkefni sem þeir eiga að leysa í skissubók og vinna líka frjálsa myndsköpun.

Þekkingarviðmið

 • að skoða hluti og umhverfi í þrívídd og fjarvídd.
 • að kynna sér listir og menningu í nútímanum og í mannkynssögunni.
 • hvernig hægt er að yfirfæra þekkingu sína og leikni.

Leikniviðmið

 • teikna form og hluti í þrívídd.
 • að beita blýanti til að ná fram fjölbreytileik í línu og skyggingu.
 • að beita aðferðum jafnlínuteikningar.
 • að horfa og teikna.
 • vinna sjálfstætt í rannsóknarvinnu tengdri myndlist.
 • að teikna mannslíkamann í réttum hlutföllum.

Hæfnisviðmið

 • tjá sig á myndrænan hátt.
 • efla athygli og gagnrýna hugsun.
 • efla frumkvæði og sköpun.
 • njóta listar og menningar.
Nánari upplýsingar á námskrá.is