VFOR3LO05 - Vefforritun-Lokaverkefni

Lokaverkefni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: VFOR3BG05
Farið er nánar í hlutbundna forritun og nemendur vinna lokaverkefni þar sem byggt er á þekkingu frá fyrri áföngum. Nemendur búa til vefsíðu frá grunni eða með notkun ramma (e. frameworks). Nemendur læra að nota hluti sem hjálpa til við uppsetningu og viðhald gagnagrunna fyrir vefsíðu ásamt því að kynnast að senda gögn í rauntíma til notenda.

Þekkingarviðmið

  • hlutbundinni forritun
  • gagnasöfnum
  • römmum (e. frameworks)
  • Ajax
  • gögnum í rauntíma

Leikniviðmið

  • nota Ajax til að ná í gögn af server
  • setja upp gagnasöfn
  • breyta gagnasöfnum
  • vinna með ramma (e. frameworks)

Hæfnisviðmið

  • búa til vefsíðu með notkun servers, gagnagrunns og forrits
  • búa til vefsíðu með javascript frameworki sem tengi við server, gagnagrunn og forrit
Nánari upplýsingar á námskrá.is