VFOR1GR05 - Veforritun grunnur

Grunnur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Nemendur læra grunnatriði vefsíðugerðar. Nemendur læra að setja upp vefsíður með HTML og CSS sem hýstar eru á netþjóni. Lögð er áhersla á að nemendur viðhafi sjálfstæð vinnubrögð við úrlausn viðfangsefna áfangans. Nemendur læra jafnframt grunnatriði myndvinnslu og uppsetningu á vefsíðum í gegnum vefþjónustur. Nemendur vinna lokaverkefni í áfanganum þar sem reynir á alla þætti sem hafa verið skoðaðir í áfanganum.

Þekkingarviðmið

  • helstu aðgerðum HTML
  • helstu aðgerðum CSS
  • hvaða ritill hentar best hverju sinni
  • hvar sé best að leita að útskýringum á HTML og CSS á netinu
  • notkun á leitarvélum (google t.d.) við að finna gagnlegar upplýsingar

Leikniviðmið

  • skrifa HTML
  • skrifa CSS
  • nota ritla í forritun
  • vinna myndir í myndvinnsluforriti
  • skrifa skiljanlega og eiinfalda forritunarkóða
  • tengjast netþjóni til að færa gögn vefsiðu á

Hæfnisviðmið

  • búa til vefsíður með HTML og CSS
  • búa til vefsíður sem hýstar eru á vefþjóni
  • nýta það sem ritlar hafa uppá að bjóða
  • setja upp skiljanlegan og einfaldan kóða sem aðrir geta skoðað og breytt
  • skipuleggja vinnutíma og forgangsraða viðfangsefnum
  • vinna sjálfstætt
Nánari upplýsingar á námskrá.is