GAGN1GR05 - Gagnasafnsfræði 1

Grunnur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Nemendur fara yfir hönnun gagnagrunna og tafla með tilliti til vensla og normalforma. Nemendur vinna með gagnasöfn og fyrirspurnamálið SQL sem þeir nota til að búa til töflur og vensl, leita að gögnum í töflum, bæta við gögnum í töflu, uppfæra gögn í töflu og eyða gögnum úr töflu.

Þekkingarviðmið

 • gagnasöfnum
 • fyrirspurnamálinu SQL
 • mikilvægi gagnagrunna
 • tengingum á milli tafla í gagnagrunni
 • mismunandi gagnagrunnskerfum

Leikniviðmið

 • búa til gagnagrunn
 • setja upp töflur
 • ná í gögn úr töflum
 • búa til lykla í töflum
 • tengja saman töflur
 • viðhalda töflum

Hæfnisviðmið

 • vinna með mismunandi gagnagrunnskerfi
 • setja upp einföld gagnasöfn
 • vinna sjálfstætt
 • skipuleggja vinnutíma og forgangsraða viðfangsefnum
Nánari upplýsingar á námskrá.is