FATA3SH05 - Saumtækni og sniðagerð

Sniðtækni, hönnun, saumur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FATA2SH05
Í áfanganum vinna nemendur sjálfstætt að eigin hönnun, sniðum og saum. Kennari stendur hjá, aðstoðar og segir til. Nú ættu nemendur að geta unnið sjálfstætt með teikningu og verklýsingar. Nemendur koma með undirbúin snið í kennslustund. Nýjasta tíska í saumtækni er skoðuð og gerðar eru tilraunir. Saumuð er yfirhöfn eða kjóll. Handsaumur er unninn heima. Vettvangsferðir og sýningar verða á verkefnum nemenda.

Þekkingarviðmið

  • útfærslu grunnsniða
  • flóknari saumtækni
  • saum og fóðri
  • verklýsingum og flötum teikningum
  • tískuteikningu

Leikniviðmið

  • vinna við útfærslur á flóknari sniðum og breytingum á þeim
  • sauma og fóðra yfirhöfn
  • gera eigin vinnulýsingar og framkvæmdaáætlun
  • fara eftir vinnulýsingum

Hæfnisviðmið

  • vinna sjálfstætt við snið og sniðútfærslur
  • sauma fóðraða yfirhöfn eða kjól
  • nota og gera vinnulýsingar
  • temja sér vönduð vinnubrögð
Nánari upplýsingar á námskrá.is