LIME3MU05 - Listir og menning líðandi stundar

gagnrýni, menningarumhverfi samtímans, menningarviðburðir, vinnustofuheimsóknir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: LIME2ML05
Í áfanganum kynnir nemandinn sér menningarumhverfi samtímans og rannsakar það út frá merkingu, menningarsögu og faglegri opinberri umfjöllun. Námið byggist á virkri þátttöku nemandans og frumkvæði þar sem hann metur menningarviðburði líðandi stundar á eigin forsendum í samanburði við faglega umfjöllun í fjölmiðlum. Nemandinn sækir ýmsa menningarviðburði og skoðar stofnanir að eigin frumkvæði og kennara. Það sem vekur athygli nemandans og tengist viðfangsefnum áfangans er til opinnar og rannsakandi umræðu í nemendahópnum þar sem virkni og umburðarlyndi er leiðarstef. Nemandinn fylgist með menningarumræðunni og safnar ýmsu menningartengdu efni sem vekur áhuga hans og greinir á rökstuddan og gagnrýninn hátt. Hann vinnur úr athugunum sínum ýmist einn eða í hóp og setur niðurstöður sínar fram á fjölbreyttan hátt.

Þekkingarviðmið

  • listum og menningu líðandi stundar
  • helstu hugmyndum og hugtökum í menningarumræðu samtímans
  • samfélagslegu, menningarlegu og efnahagslegu gildi lista og hönnunar og tengslum við félagslegan veruleika á hverjum tíma
  • eigin menningarheimi í tengslum við umræðuefni, áhugasvið og umfjöllun sem um ræðir hverju sinni
  • ólílkum menningarviðburðum og stofnunum tengdum listum og menningu

Leikniviðmið

  • skoða og skilgreina listir og menningu líðandi stundar
  • leggja mat á eigin upplifanir og geta borið saman við ólík viðhorf
  • skilja og nota hugtök sem tengjast lista- og menningargeiranum
  • vinna á sjálfstæðan og skapandi hátt undir leiðsögn kennara að afmörkuðum verkefnum er tengjast umfjöllun og fyrirlestrum áfangans
  • taka virkan þátt í samræðu um eigin verkefnaniðurstöður, umfjöllunarefni og fyrirlestra
  • taka þátt í umræðum og samvinnu með umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum að leiðarljósi

Hæfnisviðmið

  • greina, bera saman og gagnrýna hönnun, listviðburði, lífstíl eða fjölmiðla í samtímanum á rökstuddan og gagnrýninn hátt
  • fjalla um stöðu lista og hönnunar og setja þær í menningar- og sögulegt samhengi
  • vera leitandi og sýna nokkurt sjálfstæði við útfærslu/túlkun verkefna undir leiðsögn kennara
  • vera leitandi og sýna sjálfstæði við útfærslu/túlkun verkefna í samvinnu við kennara og samnemendur
  • fjalla um ólík listform í samhengi við hefðir, tækifæri, boðskap, nýjar stefnur og lífstíl
  • nýta hugtök sem tengjast lista- og menningargeiranum til að tjá skoðanir sínar og niðurstöður og rökstyðja þær
  • fjalla um fagurfræðileg og táknfræðileg álitamál og átta sig á möguleikum manna til að tjá sig í gegnum listir og hönnun
  • miðla þekkingu á verkefnum er tengjast umfjöllun og fyrirlestrum áfangans á fjölbreytilegan hátt; munnlega, skriflega, verklega og/eða með nýmiðlum
Nánari upplýsingar á námskrá.is