NHAF1HF03(NB) - Haf- og fiskifræði

Haffræði fiskifræði

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Farið er yfir helstu hafstrauma við Ísland, hitastig sjávar og aðra eðlisþætti sjávar við Ísland með tilliti til lífsskilyrða íslenskra sjávarbúa. Fjallað um líffræði þörunga, hryggleysingja, fiska og sjávarspendýra við landið og gerð grein fyrir helstu aðferðum sem notaðar eru við stofnstærðarmat. Leitast skal við að tengja saman umhverfisþættina og afrakstursgetu stofnanna

Þekkingarviðmið

 • heildarmynd hafs og sjávarstrauma í hnattrænu samhengi. Samspil lands, sjávar og gufuhvolfs með hliðsjón af hita, uppgufun, úrkomu og straumum
 • heildarmynd af hafsbotni umhverfis Ísland í hnattrænu samhengi
 • sérstöðu landgrunns og djúpsævis umhverfis Ísland
 • eðlisþáttum sjávar; hitastigi, uppleystum efnum og eðlisþyngd. Áhrifum ljóss og tærleika sjávar á hitastig og lífríki. Áhrifum efna- og eðlisþátta sjávar á lífríki
 • hafstraumum og sjávarfallastraumum umhverfis Ísland, uppruna þeirra og orsökum. Hugtökunum strauma- og hitaskilum. Öldumyndun og hreyfing
 • hafís, lagnaðarís og rekís, myndun og eðliseiginleikar. Áhrif hafíss á lífríki sjávar og fiskveiðar
 • lífríki í sjónum í Norður-Atlantshafi og sérstöðu hafsvæðisins umhverfis Ísland
 • áhrifum hafstrauma og sjávarfallastrauma á lífríki og veiðar við Ísland. Samspili lands og sjávar umhverfis Ísland; áhrifum lands og ferskvatns á veiði- og hrygningarslóðir, næringarefni, sjávarhita og strauma. Botngerðum við Ísland frá fjöru til djúpsævis með tillit til fiskgengdar, hrygningarslóða, veiða og veiðarfæra
 • helstu kenningum um loftslagsbreytingar á jörðinni, orsökum þeirra, áhrifum af bráðnun jökla, breytingum á sjávarstöðu á heimsvísu og strauma
 • kenningum um afleiðingar hækkandi sjávarhita á fiskigengd og fiskveiðar við Ísland
 • nytjastofnum við Ísland, hegðunarmynstri (flökkustofnar og staðbundnir stofnar, hrygningarsvæði, uppeldissvæði). Stofnstærðum og aflamagni nú og í sögulegu samhengi
 • aflamagni tegunda, hlutfalli í landsframleiðslu og útflutningi eftir fiskitegundum og vöru, nú og í sögulegu samhengi. Helstu mörkuðum eftir vörutegundum
 • hafrannsóknum og fiskifræðilegum rannsóknum á hafsvæðum umhverfis Ísland. Rannsókna- og eftirlitsstofnunum, aðferðum og umfang. Ákvörðunum og eftirliti við nýtingu fiskistofna og stjórnun fiskveiða
 • hugtakinu sjálfbær þróun í því samhengi, hættur sem steðja að lífríkinu af völdum manna og náttúru. Viðbrögðum við breytingum og mati á orsökum þeirra
 • skaða sem veiðarfæri og eldiskvíar í sjó geta valdið á lífríki og umhverfi og ráðstafanir til að fyrirbyggja hann
 • hegðun veiðarfæra í ljósi aðstæðna í sjó; strauma, hitastigs, dýpis, botngerðar
 • mikilvægi þekkingar á aðstæðum í sjó og nýting hennar við hönnun og framleiðslu veiðarfæra
 • förgun úreltra veiðarfæra og kostnaði
 • endurvinnslu veiðarfæra og kostnaði

Leikniviðmið

 • afla upplýsinga og auka þekkingu sína á eðlisþáttum sjávar og vistfræði hafsins. Öðlast yfirsýn
 • hagnýta upplýsingar á eðlisþáttum sjávar og vistfræði hafsins við hönnun og framleiðslu veiðarfæra
 • leggja mat á gögn, upplýsingar, rök sérfræðinga og viðskiptavina varðandi veiðarfæri, gerð þeirra, hönnun, uppbyggingu og efnisval með hliðsjón af náttúrulegum aðstæðum
 • afla upplýsinga og auka þekkingu sína á fiskifræðilegum þáttum sem varða veiðarfæri og tengsl þeirra við vistfræði hafsins. Öðlast yfirsýn.
 • agnýta upplýsingar á fiskifræðilegum þáttum og vistfræði hafsins við hönnun og framleiðslu veiðarfæra
 • leggja mat á gögn, upplýsingar, rök sérfræðinga og viðskiptavina varðandi veiðarfæri, gerð þeirra, hönnun, uppbyggingu og efnisval með hliðsjón af náttúrulegum aðstæðum
 • þróa, breyta og aðlaga veiðarfæri í samræmi við náttúrulegar aðstæður, upplýsingar sérfæðinga og viðskiptavina
 • meta kostnað við förgun og endurvinnslu úreltra veiðarfæra og reiknað með honum í verkefnisáætlunum og tilboðum

Hæfnisviðmið

 • öðlast sjálfstraust og ábyrgðartilfinningu í ljósi þekkingar sinnar og leikni
 • leita til sérfræðinga í haf- og fiskifræði um úrlausnarefni varðandi samspil hafs og veiðarfæra
 • eiga samræður við sérfræðinga, viðskiptavini og samstarfsmenn um samspil umhverfis og veiðarfæra
 • spyrja spurninga og afla svara sem byggð eru á reynslu og vísindalegri þekkingu
 • öðlast sjálfstraust og ábyrgðartilfinningu í ljósi þekkingar sinnar og leikni
 • leita til sérfræðinga í haf- og fiskifræði um úrlausnarefni varðandi samspil hafs og veiðarfæra
 • eiga samræður við sérfræðinga, viðskipta-vini og samstarfsmenn um samspil umhverfis og veiðarfæra
 • spyrja spurninga og afla svara sem byggð eru á reynslu og vísindalegri þekkingu
Nánari upplýsingar á námskrá.is