ENSK3HK05(SB) - Handrit og kvikmyndagerð

Handrit, kvikmyndagerð

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK2GA05
Öll kennsla í áfanganum fer fram á ensku og verkefnin eru á ensku. Í áfanganum er þjálfaður enskur orðaforði sem tengist kvikmyndagerð vinnubrögðum við hana. Farið verður í gegnum öll helstu kvikmyndaformin. Teknar eru fyrir nokkrar kvikmyndir, þær rýndar og skilgreindar út frá ýmsum þáttum kvikmyndagerðar. Nemendur þjálfa sig í skrifum á handriti á ensku sem er síðan notað sem grunnur að lokaverkefni.

Þekkingarviðmið

  • enskum orðaforða sem tengist kvikmyndagerð
  • hvað aðgreinir hin ýmsu kvikmyndaform
  • helstu aðferðum við handritsskrif
  • kenningum og vinnubrögðum sem tengjast handritaskrif og kvikmyndagerð
  • myndmáli kvikmyndanna

Leikniviðmið

  • vinna eftir handriti
  • skrifa handrit á ensku
  • greina táknmál kvikmynda

Hæfnisviðmið

  • taka upp stuttmynd
  • greina dramatíska uppbyggingu kvikmyndar
  • skrifa eigið handrit á ensku með trúverðugum samtölum og persónum
Nánari upplýsingar á námskrá.is