UPPL2TU05(SB) - Upplýsingatækni og tölvunotkun

Tölvunotkun, upplýsingtækni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Nemendur kynnist almennri notkun á PC-tölvum. Í áfanganum læra þeir að nota ritvinnslu- og glærugerðarforrit til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu til verkefnaskila. Nemendur verði færir um að vinna ritgerð með forsíðu, efnisyfirliti og heimildaskrá í sama skjali. Þeir útbúa ferilskrá og setja upp náms- og starfsumsókn í ritvinnslu. Kynningar eru settar upp í glærugerðarforritum. Fjallað um almenn atriði upplýsingalæsis og farið yfir gögn um upplýsingaöflun, útgáfuform upplýsinga, bókasöfn, handbækur, tölvusamskipti, mat á gæðum, áreiðanleika upplýsinga o.s.frv. Ýmis vefverkefni unnin í tengslum við það. Farið er í töflureikni. Áhersla lögð á innslátt, snið, útreikninga, skilyrta útreikninga, föll, gerð myndrita, skilyrta útlitsmótun, goal seek og síun. Boðið er uppá blindskrift í vélritunarforriti á Netinu. Markmið námsins er að stuðla að færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar.

Þekkingarviðmið

  • aðgerðum í helstu forritum til framsetningar og miðlunar á texta
  • textavinnslu og framsetningu texta
  • höfundarrétti og notkun heimilda
  • siðfræði og siðferði Netsins (upplýsinga- og tölvusiðfræði)
  • valkostum í fjármálum og viðhorfum til þeirra

Leikniviðmið

  • nota á markvissan hátt póst- og samskiptanet
  • móta og setja fram texta á ýmsan hátt og átti sig á læsileika hans
  • beita aðgerðum í helstu forritum hugbúnaðar svo sem framsetningu og ritvinnslu
  • nota heimildir og hvernig skuli setja þær fram í skjölum
  • nota töluleg gögn og setja þau fram
  • greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða og gera áætlanir fram í tímann
  • eiga í öruggum netsamskiptum
  • beita sjálfstæðum vinnubrögðum

Hæfnisviðmið

  • meta, varðveita, skapa og miðla upplýsingum og þekkingu á skipulagðan og skilvirkan hátt (upplýsingalæsi)
  • vinna að mótun texta á ýmsan máta og stuðla að læsileika hans
  • setja upp heimildaritgerð, ásamt yfirlitum af ýmsu tagi. S.s efnisyfirlit, mynda- og töfluyfirlit
  • vinna með töluleg gögn, móta þau og setja fram á myndrænan hátt
  • nýta möguleika töflureiknis til útreikninga á flókinn máta
  • greina valkosti í fjármálum og gera áætlanir fram í tímann
  • stunda örugg netsamskipti og sýni þar gott siðferði
Nánari upplýsingar á námskrá.is