HESI2HK05(SS) - Heimasíðurgerð framhald

Heimasíða og vefkerfi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: HESI2HV04
Nemendur læra að setja upp vefsíður í CMS vefumsjónarkerfi eins og t.d. Joomla. Nemendur hanna og byggja upp vefsíður með ýmsa notkunareiginleika í huga. Reynt er að láta verkefni líta út fyrir að vera sem raunverulegust. Nemendur vinna stórt lokaverkefni í áfanganum og mega vinna það í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.

Þekkingarviðmið

  • hvernig vefsíður eru uppbyggðar í grunninn
  • hvernig stílsíður (CSS) virka
  • notkunareiginleikum vefumsjónarkerfa

Leikniviðmið

  • setja upp síðu frá grunni sem HTML og aðlaga með CSS
  • setja upp Joomla hugbúnaðarpakkann
  • setja upp síðu í Joomla vefumsjónarkerfinu
  • stilla aðgangstakmarkanir notenda í Joomla vefumsjónarkerfinu
  • framkvæma uppfærslur á kerfinu

Hæfnisviðmið

  • setja upp vefsíðu í Joomla vefumsjónarkerfinu frá grunni
  • geta tekið að sér kerfisstjórn vefsíðna sem eru vistaðar í Joomla vefumsjónarkerfinu
Nánari upplýsingar á námskrá.is