HESI2HV04(SS) - Heimasíðugerð

Uppsetning heimasíðu og vefumsjónarkerfi

Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Fjallað verður almennt um notkun á internetinu. Aðaláhersla áfangans er að læra uppsetningu á heimasíðum og kynnast mismunandi aðferðum til þess. Nemendur læra grunnatriði í Photoshop, HTML og CSS. Ýmis vefumsjónarkerfi sem finna má á internetinu skoðuð og settar upp nokkrar mismunandi vefsíður. Nemendur vinna lokaverkefni í formi vefsíðu þar sem reynir á alla þætti sem hafa verið skoðaðir í áfanganum.

Þekkingarviðmið

 • netsiðferði og höfundarétti
 • vefhönnun og útlitshönnun
 • útlitsaðlögun mynda fyrir vefsíður
 • uppsetningu á vefsíðum

Leikniviðmið

 • notkun myndvinnsluforrits til að vinna myndir fyrir vefsíður
 • að setja inn texta á vefsíður
 • að setja inn myndir, hljóð og myndbönd á vefsíður
 • að tengja í efni og aðrar síður á vefsíðu

Hæfnisviðmið

 • útbúa vefsíðu til einkanota
 • útbúa vefsíðu fyrir lítil fyrirtæki
 • geta haldið úti vefsíðu til einkanota
 • geta haldið úti vefsíðu fyrir lítil fyrirtæki
Nánari upplýsingar á námskrá.is