VINS2BÖ05(SS) - Vettvangsnám á vinnustað

Björgun og öryggi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Tilgangur vettvangsnáms á vinnustað er að styðja við yfirfærslu náms á vinnustað og þjálfa þá þekkingu, leikni og hæfni sem byggð hefur verið upp í náminu. Þjálfunin fer fram með leiðsögn þar sem þjálfuð eru vinnubrögð og aðferðir við algeng verkefni á vinnustaðnum. Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist vinnustöðum þar sem unnið er við öryggi og/eða björgun.

Þekkingarviðmið

  • stefnu, reglum og menningu á vinnustað
  • verkferlum og skipulagi á vinnustaðnum

Leikniviðmið

  • vinna sjálfstætt eftir skipulagi vinnustaðar
  • vinna í samræmi við öryggis, hreinlætis og gæðakröfur
  • eiga í árangursríkum samskiptum við starfsfólk og viðskiptavini

Hæfnisviðmið

  • sýna góða starfshætti í samræmi við stefnu vinnustaðar
  • fylgja fyrirfram ákveðnum verkferlum og reglum á vinnustað
  • leysa algeng verkefni á vinnustað með fullnægjandi hætti
  • leggja sitt af mörkum til að auka árangur
Nánari upplýsingar á námskrá.is