FÉLA2AH05(SS) - Afbrot og frávik

Afbrotafræði og frávikshegðun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Framhaldsáfangi þar sem lögð er áhersla á að beita rannsóknaraðferðum og kenningum með það að markmiði að auka þekkingu nemenda á afbrotafræði sem fræðigrein. Jafnframt verður leitast við að nemendur þekki samhengi menningar og afbrota. Mikilvægt er að nemendur geti greint hvaða þættir í umhverfi einstaklingsins geta haft áhrif og aukið líkurnar á að hann leiðist í afbrot. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita helstu hugtökum og kenningum afbrotafræðinnar

Þekkingarviðmið

  • tengslum félagsmótunar og afbrota
  • afbrotafræði sem fræðigrein
  • samhengi menningar og afbrota
  • frávikum og afbrotum sem afstæðum fyrirbærum

Leikniviðmið

  • skipuleggja ferilmöppu
  • greina frá hvernig afbrot geta verið breytileg eftir tímabilum innan sama samfélags
  • greina frá hvernig afbrot eru afstæð eftir menningu samfélagsins
  • skilgreina ólík hugtök og nálganir afbrotafræðinnar
  • skýra hvernig hægt er að beita ólíkum kenningum í afbrotafræði
  • skýra hvernig beita á ólíkum aðferðafræðilegum sjónarhornum í afbrotafræði

Hæfnisviðmið

  • skilgreina og skýra helstu hugtök greinarinnar
  • beita gagnrýnni hugsun í fræðilegri umræðu sem og í almennri umræðu
  • skilja helstu aðferðir greinarinnar og nýta sér kenningar hennar í leik og starfi
Nánari upplýsingar á námskrá.is