FELA2FÍ03(SS) - Ferðalandafræði Íslands

Ferðalandafræði Íslands: Menning, náttúra og staðhættir

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Í áfanganum er almennt fjallað um helstu ferðamannastaði í byggð og óbyggð á Íslandi, aðstöðu þeirra og þjónustu sem er í boði. Þá er einnig fjallað um ferðamanninn sjálfan og hverju hann sækist eftir á ferðalagi um landið. Sérstök áhersla er lögð á ferðamöguleika og framboð íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í tengslum við einkenni þjóðlífs og náttúru sem aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Fjallað er sérstaklega um samskipti ferðaþjónustunnar við umhverfi sitt og skoðað hvernig ákveðin landnýting og ýmis afþreying í greininni getur farið saman. Í áfanganum er lögð áhersla á leikni í notkun helstu ferðahandbóka og landakorta auk þess að nemendur hljóta aukna þekkingu á helstu upplýsingamiðlum um land, þjóð og ferðaþjónustu.

Þekkingarviðmið

  • starfsumhverfi og aðstæðum fyrir íslenska ferðaþjónustu
  • Íslandi með augum ferðamannsins
  • áhrifum ferðamennsku á íslenskt samfélag og umhverfi
  • ferli skipulagningar og undirbúnings ferða um Ísland fyrir bæði hópa sem og einstaklinga
  • fjölbreytileika ferðamanna og ólíkra þarfa þeirra í ferðaskipulagningu með tilliti til markhóps
  • vegakerfinu og ferðamöguleikum í byggð og óbyggð

Leikniviðmið

  • skipuleggja ferðir fyrir mismunandi hópa með mismunandi þarfir
  • skipuleggja ferðir með tilliti til fjarlægðar, vegalengda og þjónustuframboðs
  • nýta handbækur, bæklinga og aðra miðla til upplýsingaöflunar
  • lesa landa- og rafræn kort sem og aðrar upplýsingaveitur fyrir ferðaþjónustu

Hæfnisviðmið

  • leita upplýsinga um land og þjóð og fram á þjónustu fyrir ferðamenn hér á landi
  • nota hin ýmsu landakort og ferðagögn til skipulagningar ferðalaga og upplýsingaöflunar fyrir ferðamenn
  • skipuleggja ferðir fyrir ákveðna hópa eða einstaklinga
  • að gera ferðir þeirra sem kjósa Ísland sem áfangastað sem ánægjulegastar
Nánari upplýsingar á námskrá.is