FELA2LS03(SS) - Ferðalandafræði útlanda

Landafræði, menning, náttúra, staðarhættir

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: FELA2FÍ03
Í áfanganum eru helstu áfangastaðir í ferðaþjónstu um heim allan kynntir. Þá er sérstaklega fjallað um hinn íslenska ferðamann og hverju hann sækist eftir á ferðalögum erlendis. Farið er yfir það sem gerir áfangastaði áhugaverða í augum ferðamanna og skoðað hvað gerir hvert svæði/stað að aðdráttarafli í ferðaþjónustu. Þar að auki er fjalla um mismunandi ferðamöguleika, ólíkar aðstæður, misjafnt aðgengi og styrkleika og veikleika ákveðinna ferðamannastaða. Í áfanganum er lögð áhersla á leikni í notkun ferðahandbóka og alþjóðlegra landakorta auk þess að nemendur hljóta aukna þekkingu á helstu upplýsingamiðlum um áfangastaði fyrir ferðamenn um heim allan.

Þekkingarviðmið

  • ferli skipulagningar og undirbúnings ferða út í heim
  • fjölbreytileika ferðamanna og ólíkra þarfa þeirra í ferðaskipulagningu með tilliti til markhóps
  • neti samgangna um heiminn og möguleika til ferðalaga

Leikniviðmið

  • skipuleggja ferðir fyrir mismunandi hópa með mismunandi þarfir
  • setja saman mismunandi ferðir á skynsamlegan og spennandi máta fyrir hópa jafnt sem einstaklinga
  • nýta handbækur, bæklinga, heimasíður og aðra miðla til upplýsingaöflunar

Hæfnisviðmið

  • leita upplýsinga um helstu ferðamannastaði í heiminum
  • nota alþjóðleg landakort, handbækur og áreiðanlegar heimildir á netinu til að afla upplysinga um einstaka staði/lönd
  • skipuleggja sérsniðnar ferðir fyrir ákveðna hópa eða einstaklinga þar sem tekið er tillit til einkenna ferðmannastaða, afþreyingar, þjónustu, vegalengda og ferðamöguleika
Nánari upplýsingar á námskrá.is