USFS2NS03(SS) - Uppsetning forrita og stýrikerfa 2

Netstýrikerfi

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: USFS1ES03
Farið í grunnatriði er varða netkerfi og almenna kerfisstjórnun. Tíunduð eru öll helstu hlutverk sem kerfisstjóri hefur á höndum í daglegum rekstri fyrirtækja. Kynning á netstýrikerfum frá Microsoft. Uppsetning á netstýrikerfum frá Microsoft hlutar þeirra skoðaðir eins og Active Directory, DNS o.s.frv. Hlutverk netþjóna skoðuð og nemendur fá að reka sig á ýmis tæknileg vandamál sem upp geta komið þegar ný stýrikerfi eru sett upp.

Þekkingarviðmið

  • hvernig netstýrikerfi virka
  • hvaða stillingar þarf að framkvæma við uppsetningu á netstýrikerfi
  • viðhald á netstýrikerfum
  • nettengingum og stillingum þeirra er snúa að netstýrikerfum
  • öryggismálum er snerta netstýrikerfi

Leikniviðmið

  • uppsetningu á stýrikerfum fyrir netþjóna
  • uppsetningu á forritum fyrir netstýrikerfi
  • stillingar á forritum fyrir netstýrikerfi

Hæfnisviðmið

  • setja upp og reka netþjóna
  • framkvæma þær stillingar og aðgerðir er stuðla að hámarks afköstum vél- og hugbúnaðar
  • þjónusta netþjóna sem tengdir eru á innra neti
Nánari upplýsingar á námskrá.is