NITN3TT05(NB) - Iðnteikning netagerðar - Tölvuteikning

Tölvuteikning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: NITN1HT03
Nemendur þjálfast í að teikna veiðarfæri á tölvu. Farið er yfir allar reglur sem gilda um teiknun veiðarfæra. Teiknaðar eru mismunandi gerðir veiðarfæra en einkum er lögð áherslu á að teikna vörpur og nætur.

Þekkingarviðmið

  • viðmót og virkni forrita sem notuð eru til veiðarfæra-teikninga, almenn og sérhæfð
  • yfirfæra staðal veiðarfærateikninga, ÍST 106, á tölvuteikningu
  • táknum til að skilgreina ein-staka hluta neta í veiðarfærum
  • aðferðum til mælinga á línulengdum neta
  • reikningsaðferðum hlutfalla til að fá réttar breiddir og lengdir á veiðarfærateikningar
  • reglum um miðjusetningu teikninga
  • töflum sem sýna mismunandi halla á útlínum teikninga í samræmi við skurð neta
  • útfærslu afstöðumynda á teikningum
  • grunnatriðum þrívíðrar teikningar og teikniforrits
  • prentskipunum fyrir mismunandi stærðir pappírs
  • reglum um frágang, vistun og breytingar teikninga
  • hugtökunum verkefni, verkþáttur, verkþáttaröð og efnislisti

Leikniviðmið

  • nota forrit til veiðarfærateikninga
  • nota viðeigandi staðla við teiknivinnu og stöðluð tákn úr táknasafni til merkinga. Merkja heiti einstakra hluta inn á teikningar þar sem við á
  • setja tákn á teikningar á réttum stöðum.
  • teikna mynd sem sýnir viðeigandi línu-lengdir. Mæla réttar lengdir á línum eftir teikningum
  • nota reikniaðferðir við teiknivinnu. Reikna stærðir á stykkjum og heildarstærð teikninga í réttum hlutföllum með tilliti til mælikvarða
  • miðjusetja teikningar og texta á pappír
  • nota töflur til að sýna viðeigandi halla eftir gerðum skurða. Meta hvort mismundi hlutar teikninga eru með sama halla í skurði
  • teikna afstöðumyndir veiðarfæra frá öllum hliðum
  • geta snarað tvívíðri mynd í þrívíða
  • setja upp prentara í viðeigandi vinnuham. Meta frágang og gæði prentaðra teikninga
  • setja upp verkþáttaröð eftir teikningu. Meta efnisnotkun hvers verkþáttar og gera efnislista
  • framleitt veiðarfæri samkvæmt eigin teikningum og verkefnislýsingum
  • gera efnis-, tíma- og kostnaðaráætlun eftir teikningum og efnislistum.
  • meta efnisnotkun hvers verkþáttar og gera efnislista

Hæfnisviðmið

  • meta gæði teikninga og verkefnislýsinga sem fyrirmæli til að vinna eftir
  • miðla upplýsingum til samstarfsmanna og viðskiptavina með teikningum og útskýra verkáætlun.
Nánari upplýsingar á námskrá.is