DANS2LU05 - Danska - Aukinn lesskilningur og undirstöðuatriði danskrar málfræði

Lesskilningur, undirstöðuatriði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Hæfnieinkunn B í dönsku úr grunnskóla eða hafa lokið undirbúningsáfanga.
Lögð er áhersla á að kenna undirstöðuatriði danskrar málnotkunar. Textar eru lesnir ítarlega til að auka orðaforða. Einnig er orðaforði styrktur með því að lesa danska texta, blaðagreinar og aðra rauntexta til að auka almennan lesskilning án þess að vita hvað hvert einasta orð þýðir. Unnið er með ritun og orðaforða úr lesefni sem viðfangsefni. Hlustun er þjálfuð og reynt er að tengja hana þeim orðaforða sem unnið hefur verið með í áfanganum. Léttar og einfaldar talæfingar eru gerðar í tengslum við orðaforða les- og ritunarefnis. Einfaldar málvenjur eru kynntar og kenndar.

Þekkingarviðmið

 • orðaforða sem einkennir nákvæmnislestur lesbókartexta og iðkun yfirlitslestur texta án þess að skilja öll orð, til að ná rauðum þræði textans
 • undirstöðuatriðum danskrar málnotkunar (ritun og talað mál)
 • töluðu máli sem tengist lestextum og þeim orðaforða sem þeir eru byggðir á t.d sem tengist dönskum umgengisvenjum og danskri menningu
 • helstu hefðum í uppsetningu og skipulags ritaðs máls

Leikniviðmið

 • skilja almennt talað mál
 • skilja rauntexta eins og almennar blaðagreinar
 • rita einfalda texta t.d. bréf, skilaboð og endursagnir úr lesnu efni

Hæfnisviðmið

 • tjá sig í rituðu máli um innihald texta og um efni frá eigin brjósti
 • tjá sig munnlega um innihald lesins texta
 • geta beitt réttri málnotkun tengdri hæfniskröfum áfangans í rituðu og töluðu máli
 • geta hlustað og skilið almennt talað mál
 • hraðlesa eina skáldsögu á dönsku og gera henni skil í rituðu máli
Nánari upplýsingar á námskrá.is