ÍSLE2BR05(SB) - Bókmenntir og ritun

bókmenntir, málnotkun, ritun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða hafa lokið undirbúningsáfanga.
Áfanginn byggist upp á lestri ólíkra texta frá ýmsum tímabilum og ýmiskonar ritun. Áhersla er lögð á að nemendur efli málfærni sína og lesskilning með því að lesa og skrifa mismunandi texta. Þá kynnast nemendur norrænni goðafræði og hugmyndaheimi norrænna manna til forna. Mikil áhersla verður lögð á að nemendur lesi texta sér til ánægju og stuðli þannig að aukinni lestrarfærni og túlkun. Í áfanganum verða nemendur þjálfaðir í ólíkum gerðum ritsmíða bæði skapandi skrifum og nytjatextum. Farið er í helstu hugtök bókmenntafræðinnar og hvernig á að beita þeim við lestur og túlkun texta.

Þekkingarviðmið

 • hugtökum bókmenntafræðinnar í umfjöllun um texta
 • mikilvægi lesturs og lesskilnings
 • uppbyggingu og framsetningu mismunandi texta
 • mismunandi tegundum bókmennta og norrænni goðafræði

Leikniviðmið

 • lesa sér til gagns og ánægju
 • lesa bókmenntaverk frá ýmsum tímum og fjalla um inntak þeirra
 • nota bókmenntafræðileg hugtök við greiningu og túlkun texta
 • semja mismunandi texta þar sem gagnrýninni og skapandi hugsun er beitt

Hæfnisviðmið

 • lesa og túlka texta sér til gagns og ánægju
 • beita skýru og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
 • tengja íslenska tungu og menningarheim við fortíð og samtíð
Nánari upplýsingar á námskrá.is