ENSK2NG02(NB) - Enska fyrir netagerð

Netagerð

Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Lesin eru ensk tímarit sem fjalla um nýjungar í veiðum og veiðarfæragerð. Einnig er farið yfir upplýsingaefni á netinu og öðru tölvutæku formi og nemendum gefinn kostur á að sjá myndbönd með ensku tali um veiðar og veiðarfæri. Áfanganum líkur með prófi og mati á verkefnum gerðum á önninni.

Þekkingarviðmið

  • almennum orðaforða tungumálsins
  • tæknilegum hugtökum er varða veiðarfæri, hönnun þeirra, framleiðslu og notkun
  • blæbrigðamun og breytileika í notkun hugtaka. Tæknileg heiti hafa ekki alltaf algilda merkingu
  • notkun viðskiptahugtaka
  • notkun reikningsstærða og stærðfræðihugtaka
  • mikilvægi skýrra fyrirmæla á verkstað

Leikniviðmið

  • halda uppi samræðum um tæknileg og fagleg málefni
  • nota tæknileg hugtök í samskiptum á mæltu máli og rituðu
  • ná sameiginlegum skilningi á tæknilegum heitum í samskiptum við enskumælandi viðskiptavini og samstarfsmenn, m.a. með notkun teikninga og verklýsinga
  • nota viðskiptahugtök á óyggjandi hátt
  • nota reikningsstærðir og stærðfræðihugtök á óyggjandi hátt
  • gefa skýr fyrirmæli til undirmanna og taka við fyrirmælum frá yfirmönnum

Hæfnisviðmið

  • eiga örugg munnleg samskipti við samstarfsmenn, yfirmenn og viðskiptavini
  • nota tæknimál til að miðla hugmyndum og þekkingu í mæltu og rituðu máli
  • útskýra tæknilega framsetningu fyrir samstarfsmönnum og viðskiptavinum og ná sameiginlegum skilningi
  • eiga samræður og samskipti við viðskiptavini og samstarfsmenn um viðskiptaleg málefni, bæði munnlega og skriflega
  • meta hvort fyrirmæli til undir- og samstarfsmenn hafi verið skilin á réttan og óyggjandi hátt
  • meta hvort gagnkvæmur skilningur sé á óskum, kröfum og fyrirmælum verkkaupa
  • leiða í ljós hvort frábrigði í verkferlum og framleiðslu stafi af tungumálavanda
Nánari upplýsingar á námskrá.is