TCAD2TT05(NB) - Tölvuteikning

Tækniteiknun, tölvuteikning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Farið er í helstu eiginleika tölvuteikninga. Kenndar verða grunnskipanir teiknikerfa með æfingum á tölvu og kennd undirstaða rúmmynda og forritunar í teiknikerfum. Nemendur verða þjálfaðir í að teikna flatarmyndir í tölvu.

Þekkingarviðmið

 • CAD forritum, viðmóti og nýtingu þeirra til tækni-teikninga af ýmsum gerðum og eiginleikum
 • helstu eiginleikum tölvuteikninga.
 • gildi vandaðs frágangs teikninga og skýrrar framsetningar
 • grunnskipunum teiknikerfa, undirstöðu rúmmynda og forritunar í teiknikerfum
 • ferli frá hugmynd og rissteikningu til fullunninnar teikningar
 • textum og skrifuðum skýringum á teikningar
 • númera- og vistunarkerfi frumteikninga og breytinga

Leikniviðmið

 • nota CAD forrit til að gera fjölbreyttar vinnuteikningar samkvæmt fyrir, til hönnunarvinnu og lagfæringa á hlutum
 • meta kosti tölvuteikninga umfram handteikningar
 • vanda frágang og setja teikningar upp samkvæmt stöðlum um tækniteikningar
 • teikna flatarmyndir samkvæmt fyrirlögðum verkefnum
 • teikna einfaldar rúmmyndir samkvæmt fyrirlögðum verkefnum
 • teikna flatarmyndir og rúmmyndir af eigin hugmynd eða smíðaverkefni
 • setja inn texta og skýringar á teikningar samkvæmt reglum
 • númera og vista teikningar og breytingar í gagnakerfi

Hæfnisviðmið

 • leggja mat á vinnu sína, gæði og skýrleika eigin teikninga í ljósi þess að teikning er tæki til að smíða eftir
 • meta skilning annarra á eigin teikningum
 • greina samhengi milli hönnunar og teikninga með hliðsjón af notkunareiginleikum, efnisavali, stöðugleika og styrkleika viðfangsefnis
 • bregðast við ef teikningar eru ekki nægjanlega skýra til að smíða eftir þeim
 • meta gildi gagnakerfa og nauðsyn skipulegrar vistunar
Nánari upplýsingar á námskrá.is