NÖRF1RÖ01(NB) - Öryggis og rafmagnsfræði

Rafmagn, öryggi

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Í þessum áfanga er farið yfir öryggismál almennt. Fjallað er um hollustuhætti og vinnuvernd, meðferð hættulegra efna, vinnustellingar (hreyfifræði), atvinnusjúkdóma, helstu orsakir vinnuslysa og hvernig brugðist er rétt við á slysstað.

Þekkingarviðmið

  • hættum sem steðjað getur að starfs-mönnum í netagerð og um borð í skipum
  • viðbrögðum við slysum á vinnustað
  • öllum öryggisbúnaði á vinnustað
  • öryggisráðstöfunum vegna elds, stað-setningar slökkvitækja, flóttaleiðum, björgun manna, staðsetningu og með-ferð gaskúta og annarra eldfimra og sprengifimra efna
  • notkun persónuhlífa við vinnu
  • tilkynningaskyldu til Vinnueftirlits
  • skipulagi vinnustaðar með tilliti til öryggismála, varðandi rýmingu og neyðarútganga, gas og efni, loftræsingu og lýsingu
  • ábyrgð atvinnurekanda, yfirmanna og starfsmanna
  • hlutverki öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða
  • vinnuumhverfisvísa Vinnueftirlits (málmsmíði)
  • leiðbeiningum og öryggiskröfum vinnu við vélar og notkun áhalda
  • rafmagnsfræði: Straumur, spenna, viðnám, stærðir og mælieiningar. Riðstraumur, jafnstraumur. Hitaáhrif lagna og véla
  • áhrifum á rafmagns á mannslíkamann
  • einföldum rafmagnsteikningum og táknum þeirra
  • helstu verkfærum rafiðna
  • algengustu mælitækjum rafiðna
  • umhirðu rafgeyma og hleðslu
  • öryggisráðstöfunum og umgengisreglum varðandi vinnu í nálægð rafmagns
  • takmörkum sem vinnu ófaglærðra eru sett við rafleiðara og rafmagnstæki
  • Stoð- og hreyfikerfi líkamans og álagstakmörkunum
  • tengslum hönnunar og útfærsla á vinnuaðstöðu annars vegar og atvinnusjúkdómum í stoð- og hreyfikerfi hins vegar

Leikniviðmið

  • nota þær persónuhlífar sem áskyldar eru við vinnu
  • bregðast rétt við slysum og eldsvoða á vinnustað. Fara að verklagsreglum og rýmingaráætlun í viðlögum
  • tileinka sér ábyrgð í umgengni á vinnustað
  • nota vinnuumhverfisvísa við mat á öryggi vinnustaða
  • fara að öllum leiðbeiningum um vélar og tæki
  • tengja rafleiðara af öryggi, leggja kapla samkvæmt öryggiskröfum og forðast bleytu. Kanna ástand rafleiðara og tilkynna frábrigði
  • lesa af rafmagnsteiknunum í töfluskáp og umgangast lekaliða og vör af öryggi
  • beita skrúfjárni, saxi, endahulsutöng
  • beita spennu- og straummæli (fjölsviðsmæli)
  • hirða um rafgeyma í tækjum sem nemandi vinnur með. Tengja og aftengja rafgeyma við hleðslu
  • fara að öllum varúðarráðstöfunum í umgengni við rafmagnstæki, vélar og lagnir
  • beita sér á réttan hátt í leik og starfi til að reyna hæfilega á hrygg, liði og vöðva
  • gera ráðstafanir varðandi skipulagningu og aðbúnað á vinnuaðstöðu til að lagmarka hættu á skaða stoð- og hreyfikerfis

Hæfnisviðmið

  • lágmarka hættu á ofreynslu og slysum vegna rangrar líkamsbeitingar
  • skilja og virða kröfur um persónuhlífar, vinnuvernd, öryggi og umhverfi
  • tileinka sér vandaða um-gengnishætti á vinnustað, virðingu fyrir sjálfum sér, samstarfsmönnum og umhverfi
  • gera sér grein fyrir að snyrtimennska á vinnu-stað eykur starfsöryggi og framleiðni
  • virða þau takmörk sem nemanda eru sett eru varðandi vinnu við vélar, flutningatæki, rafmagn og hættuleg efni
Nánari upplýsingar á námskrá.is