NUTN1UT05(NB) - Upplýsingatækni netagerðar

Upplýsingatækni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Markmið áfangans er að nemendur tileinki sér helstu þætti almennrar tölvunotkunar í námi. Nemendur læra á helstu möguleika algengustu forrita eins og Word, Excel og PowerPoint. Fjallað er um upplýsingaleit og skipulag gagna í tölvu.

Þekkingarviðmið

 • viðmóti og notkunarmöguleikum forrita í MS Office eða sambærilegum forritum
 • grunnatriði upplýsingatækni: Númerun, flokkun, og vistun gagna með Windows Explorer og My Documents
 • skipulagi gagnasafn fyrir námsgögn og önnur gögn sem nemandi notar í námi og starfi
 • samskiptaforritum fyrir verkefnavinnu (s.s. Outlook, Dropbox, Sky, Mindmanager eða sambærilegt)
 • gagnakerfi skóla/fyrirtækis og aðgengi að því
 • helstu upplýsingaveitum veiðarfæra, sjávarútvegs og fiskvinnslu
 • upplýsingaveitum um flota, skip og búnað þeirra
 • upplýsingaveitum um fiskveiðar, framleiðslu og sölu afurða
 • framsetningu tölulegra gagna um veiðarfæri, veiðar og vinnslu
 • hugtökunum framlegð og framleiðni
 • hugatakinu verkefni og uppsetningu á tíma- og kostnaðaráætlunum
 • skráningarkerfum fyrir birgðahald netagerðar
 • gæðum vefsetra fyrirtækja og stofnana

Leikniviðmið

 • nota Word, Excel og Power Point eða sambærilegt forrit til texta og gagnameðhöndlunar
 • útbúa kynningar í Power Point eða sambærilegum forritum
 • nýta tölvuþekkingu sína í námi og starfi
 • afla gagna um málefni tengd námi sínu og starfi og umbreyta þeim í upplýsingar
 • nýta og leggja mat á gagnaveitur sem varðar starf nemandans (vefsetur, gagnasöfn)
 • vista gögn og upplýsingar á skipulegan hátt í eigin gagnasafni og vinna úr
 • nota upplýsingakerfi til að reikna efnisnýtingu, framlegð og framleiðni
 • setja tíma- og kostnaðaráætlanir verkefna í töflureikni og sannreyna með rauntölum í verkefnislok
 • meta birgðahald, kostnaðarverð vöru og lagerstöðu með hliðsjón af verkefnum
 • leggja mat á gæði vefsetra (eigin fyrirtækis, annarra fyrirtækja og stofnana) með hliðsjón af viðmóti upplýsingagildi og endurnýjun

Hæfnisviðmið

 • setja upp texta, töluleg gagnasöfn og kynningar
 • búa til eigið gagnasafn á skipulegan og aðgengilegan hátt
 • afla upplýsinga um fjölbreytt efni eftir margvíslegum leiðum í námi og starfi
 • taka siðferðilega afstöðu til efnis á neti og í tölvusamskiptum
 • tileinka sér trúnað varðandi meðferð upplýsinga sem aflað er innan fyrirtækis og í samskiptum við viðskiptavini
 • meta vefsetur eigin fyrirtækis með hliðsjón af þörfum viðskiptavina og starfsmanna
Nánari upplýsingar á námskrá.is