NITN1HT03(NB) - Iðnteikning netagerðar-Handteikning

Handteikning

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Nemendur eru þjálfaðir í lestri hvers konar veiðarfærateikninga og læra að stækka og minnka teikningar. Farið er yfir allar reglur sem gilda um teiknun veiðarfæra. Teiknaðar eru mismunandi gerðir veiðarfæra. Í áfanganum er lögð áhersla á að teikna vörpur og nætur.

Þekkingarviðmið

  • staðli veiðarfærateikninga, ÍST 106
  • áhöldum við handteikningu veiðarfæra
  • heitum einstakra hluta veiðafæra
  • táknum til að skilgreina einstaka hluta neta í veiðarfærum
  • reikningsaðferðum hlutfalla til að fá réttar breiddir og lengdir á veiðarfærateikningar
  • aðferðum til mælinga á línulengdum neta
  • töflum fyrir halla á útlínum teikninga eftir skurði neta
  • stöðlum pappírstærða
  • reglum um miðjusetningu teikningar
  • reglum um frágang, vistun og breytingar teikninga

Leikniviðmið

  • nota viðeigandi staðla við teiknivinnu og stöðluð tákn til merkinga á teikningar
  • beita áhöldum til teiknivinnu á faglegan hátt
  • staðsetja merkingar heita einstakra hluta rétt inn á teikningar þar sem við á
  • nota rétt tákn á teikningar og staðsetja þau á réttum stöðum
  • nota reikniaðferðir við teiknivinnu. Reikna stærðir á stykkjum og heildarstærð teikninga í réttum hlutöllum með tilliti til mælikvarða
  • mæla réttar lengdir á línum og setja niður á teikningu
  • nota töflur til þess að sjá viðeigandi halla eftir gerðum skurða og meta hvort mismundi hlutar teikninga eru með sama halla í skurði
  • velja pappírsstærðir og ákveða hentugar staðsetningar teikninga á pappír
  • miðjusetja teikningar og texta á pappírsörk
  • vanda frágang teikninga. Vista teikningar og breytingar á skipulegan hátt samkvæmt númerakerfi

Hæfnisviðmið

  • greina hvort teikningar eru rétt unnar og í samræmi við staðla og önnur fyrirmæli
  • meta frágang og gæði teikninga
  • meta réttmæti merkinga á teikningum
  • leiðrétta teikningar samkvæmt fyrir-mælum og ábendingum
Nánari upplýsingar á námskrá.is