RASB1RÍ03(SS) - Rafmagnsfræði starfsnámsgreina

Grunnhugtök rafmagns, rafeindaíhlutir, tölvulagnir

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Í áfanganum kynnast nemendur grundvallaratriðum og lögmálum rafmagns. Fjallað er um hugtökin straumur, spenna, viðnám, afl og orka. Einnig er fjallað um undirstöðuatriði rafeindatækninnar er varða hálfleiðara. Fjallað er um eiginleika, og virkni rafeindaíhluta svo sem díóða og transistora. Lögð er áhersla á tölvulagnir. Farið er yfir frágang og tengingar allra almennra tölvulagna. Nemendur læra að lóða með lóðbolta og beita helstu hand- og rafmagnsverkfærum sem notuð eru í tölvutækni.

Þekkingarviðmið

  • hugtökum rafmagnsfræði jafnstraums
  • Ohms lögmálinu
  • lögmáli um afl og orku
  • áhrifa stöðurafmagns á íhluti
  • eiginleikum rafeindaíhluta s.s. vinnámum, díóðum og transistorum

Leikniviðmið

  • að reikna og mæla út viðnám, strauma og spennur í raðtengdum og hliðtengdum rásum
  • að búa til tengisnúrur bæði beinar og krossaða
  • lóða íhluti á prentplötu
  • að tengja tölvulagnir við krosstengibretti (patchpanil

Hæfnisviðmið

  • geta beitt mælitækjum við bilanaleit
  • geta sett upp netlagnir fyrir tölvukerfi
  • geta skipt um íhluti á prentplötu
Nánari upplýsingar á námskrá.is