BJÖR2BJ03(SS) - Björgun

Menntun björgunarmannsins í hinum ýmsu aðstæðum

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Markmið áfangans er að gera einstaklinginn hæfari til þess að sinn hinum ýmsu verkefni sem koma upp við björgunarstörf. Farið verður hvernig á að bregðast við aðkomu að slysum og hvernig á að bera sig að við fjarskipti. Jafnframt verður farið í undirstöðuatriði rötunar og hvernig er best að búa sig til útivistar. Einnig verður farið í grunnatriði leitartækni.

Þekkingarviðmið

 • þekkja skyldur, skipulag og reglur björgunaraðila
 • fjarskiptatækjum
 • skipulagðri leit
 • útbúnaði í útivist

Leikniviðmið

 • nota fjarskiptatæki
 • ferðast við mismunandi aðstæður
 • nota áttavita og staðsetningartæki
 • beita skipulagðri leit
 • veita fyrstu hjálp í óbyggðum

Hæfnisviðmið

 • vita hvaða kröfur eru gerðar til björgunarmanns
 • beita grunnatriðum í notkun fjarskiptatækja
 • ferðast um svæðið og skipuleggja ferð m.t.t. næringar, ferðahegðunar, notkunar prímusa
 • nota áttavita og staðsetningartæki til að taka stefnur og rata á milli staða
 • geta tekið þátt í leit af týndu fólki
 • geta brugðist rétt við aðstæðum þegar flugslys ber að höndum
Nánari upplýsingar á námskrá.is