VEVI1KY03(SS) - Verkleg vinnubrögð

Kynning

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Markmið áfangans er að kynna fyrir nemendum helstu þætti í notkun ýmissa handverkfæra við smíðar og viðgerðir á farartækjum. Nemendum er kennt að nota ýmis handverkfæri hvaða efni eru notuð í byggingum og farartækjum. Þá er einnig farið í vinnuvernd og hvað ber að varast við notkun tækja og efna.

Þekkingarviðmið

  • ýmsum handverkfærum sem notuð eru í bygginga og bíliðngreinum
  • hinum ýmsu efnum sem eru í notkun í byggingum og farartækjum

Leikniviðmið

  • að beita ýmsum handverkfærum sem notuð eru í bygginga- og bíliðngreinum

Hæfnisviðmið

  • velja og beita verkfærum eftir aðstæðum
  • að meta byggingaefni í raunaðstæðum
Nánari upplýsingar á námskrá.is