ÚTIV1RK03(SS) - Kortalestur og útivist

Rötun, ferðaskipulag, kortalestur

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Grunnur áfangans eru stuttir praktískir fyrirlestrar um gönguferðir, s.s. undirbúningur og búnaður í slíkum ferðum, fyrsta hjálp í óbyggðum, kortalestur og rötun, kynning á notkun GPS punkta, staðhættir og náttúrfar áfangastaða, ásamt gildi útivistar sem heilsuræktar.

Þekkingarviðmið

 • mikilvægi rétts búnaðar í útivist
 • veðurspá
 • uppbyggingu landakorta
 • virkni áttavita
 • notkun GPS tækja

Leikniviðmið

 • að lesa af korti
 • að reikna vegalengdir á korti út frá upplýsingum á því
 • að ganga eftir áttavita
 • nota GPS tæki

Hæfnisviðmið

 • að meta aðstæður m.t.t. ferðaáætlunar, veðurs, búnaðar og markhóps
 • nýta áttavita, GPS-tæki og kort til að komast frá einum stað á annan
Nánari upplýsingar á námskrá.is