TEXT3HL05 - Hönnun og litir

Hönnun, litir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FATA2SH05 eða FATA2FF05
Í áfanganum vinna nemendur verkefni í fatastíl og litafræði ásamt vefjarefnafræði. Nemendur vinna eftir eigin hugmyndum og vinna með snið. Nemendur þurfa að skoða heildarmyndina út frá líkamsvexti, litum, efni, og notagildi. Nemendur vinna verkefni í tölvustuddri hugmyndavinnu.

Þekkingarviðmið

 • litafræði
 • efnisfræði
 • fatastílsfræði
 • líkamsbyggingu
 • hönnun
 • sniðagerð

Leikniviðmið

 • vinna frá hugmynd til afurðar
 • vinna með samspil lita og áhrif þeirra
 • vinna með mismunandi líkamsbyggingu og fatastíl og sniðagerð

Hæfnisviðmið

 • vinna með mismunandi hráefni og geta séð hvaða efni mega vera saman út frá meðhöndlun
 • geta unnið sína eigin hönnun út frá formi og mismunandi líkamsbyggingu
 • geta valið liti á viðskiptavin sem fara honum og einnig út frá notagildi
Nánari upplýsingar á námskrá.is