HAND2FY05 - Fylgihlutir

Fylgihlutir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: FATA1SH05 og/eða HAND2HS05
Í áfanganum hanna nemendur fylgihluti, t.d. töskur, klúta, skartgripi, höfuðföt og margt fleira. Nemendur nota hina ýmsu tækni innan textílgreinarinnar t.d. prjón, saum, hekl, leðurvinnu, o.fl. Ætlast er til að nemendur skoði fylgihluti út frá heildarútliti t.d fatnaði og skóm.

Þekkingarviðmið

  • þýðingu fylgihluta sem hluta af alklæðnaði
  • fylgihlutum frá ýmsum tímabilum í sögunni
  • hönnun fylgihluta út frá eigin forsendum
  • fylgihlutum með notagildi í huga
  • notkun á pappír og fleira til að móta fylgihlut

Leikniviðmið

  • gera tilraunir með mismunandi form
  • geta nýtt sér hugmyndafræði úr sögunni til gagnasöfnunar
  • geta unnið tilraunavinnu út frá gagnasöfnun
  • geta mótað nothæfan fylgihlut úr textíl

Hæfnisviðmið

  • geta hannað sinn eigin fylgihlut
  • geta nýtt sér hinar ýmsu aðferðir í textílmennt til að setja saman fylgihlut
  • geta samið og útbúið einfalda en vandaða verklýsingu
  • viðhafa vönduð vinnubrögð
Nánari upplýsingar á námskrá.is