HAND2HS05 - Handmennt

Handmennt og saumur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: HAND1HY05
Í áfanganum rifja nemendur upp og æfa grunnvinnsluaðferðir í prjóni, hekli og a.m.k. tveimur öðrum gerðum handverks. Nemendur hanna eitt stórt lokaverkefni í greininni, þar sem tengd verða saman ólíkar handverksaðferðir. Unnin verður verkefnamappa, þar sem gert er grein fyrir hvorutveggja, hönnunar og framleiðslu ferli verkefnisins. Nemendur þurfa að temja sér vönduð og sjálfstæð vinnubrögð. Vettvangsferðir og sýning á verkefnum nemenda.

Þekkingarviðmið

  • mismunandi möguleikum í prjóni, hekli, útsaumi og ýmsum textílaðferðum
  • mikilvægi frágangs á eigin verkefnum
  • tengslum milli ólíkra handverksaðferða

Leikniviðmið

  • vinna með grunnaðferðir í ýmsum textíl
  • geta tengt saman ólík handverk og komið þeim frá sér sem einni heild
  • semja vinnulýsingu sem er nothæf utanaðkomandi

Hæfnisviðmið

  • leita nýrra hugmynda til að iðka handmenntir
  • geta yfirfært hugmynd sína yfir í unninn hlut
  • útfæra verkefnin eftir vinnulýsingu
  • vanda frágang og vinnubrögð
Nánari upplýsingar á námskrá.is