HAGF3ÞF05(SB) - Þjóðhagfræði

Þjóðhagfræði og fjármálalæsi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: HAGF1ÞF05
Áfanginn miðar að því að auka skilning nemandans á helstu kenningum hagfræðinnar og starfsemi þjóðarbúsins. Samband sparnaðar og fjárfestinga verður skoðað, hagvaxtarfræði kynnt og helstu kenningar er varða þróun hagkerfa. Þá verður reynt að útskýra orsök og afleiðingar efnahagshruna á hagkerfi almennt en sérstaklega verður fjármálkreppan 2008 skoðuð. Áhersla er lögð á fræðilegt inntak og hagnýtt gildi námsefnisins með því að tengja sem mest við þau efnahagsmál sem eru efst á baugi á Íslandi sem og erlendis. Áhersla er lögð á almennar þjóðhagsstærðir og að nemendur öðlist þá hæfni að leita sér upplýsinga um hagfræðilega tengd málefni. Kennslan er byggð á fyrirlestrum, verkefnavinnu og umræðutímum. Lesefni er að mestu á ensku og er lögð áhersla á að nemandinn geti skilið og tileinkað sér hugtök og efnisatriði á ensku sem og íslensku.

Þekkingarviðmið

  • • hugtökum hagfræðinnar og helstu kenningum
  • • íslensku efnahagslífi
  • • viðfangsefnum hagstjórnar og efnahagsstefnu stjórnvalda
  • • hvernig hagvöxtur myndast og hvaða áhrifaþættir ráða honum
  • • samspili sparnaðar og fjárfestinga í hagkerfum
  • • hvernig atvinnuleysi myndast og hvaða leiðir eru færar til að sporna við því
  • • hlutverki peninga í hagkerfinu
  • • peningastefnu þjóða og tilgangi þeirra
  • • mismunandi gjaldmiðlum
  • • alþjóðaviðskiptum, hvernig þau fara fram og hvers vegna stjórnvöld þurfa stundum að hafa afskipti af þeim
  • • efnahagshruni þjóða

Leikniviðmið

  • • lesa í og greina hagvaxtarspár
  • • skilja hlutverk fjármálamarkaða og þá gjörninga sem fram fara þar
  • • reikna vexti
  • • útskýra tilurð verðbólgu og reikniforsendur hennar
  • • reikna gengi gjaldmiðla og myntkarfa
  • • ræða orsakir og afleiðingar efnahagshruna

Hæfnisviðmið

  • • túlka umsvif hins opinbera í efnahagslífinu
  • • nota hagfræðileg líkön og tungutak til að útskýra og greina raunveruleg vandamál
  • • tjá sig um hagfræðileg málefni, bæði munnlega og skriflega og móta sjálfstæðar skoðanir sem m.a. eru byggðar á þeim fræðilega grunni sem lagður er til í náminu
  • • lesa texta sem fjalla um hagfræðileg málefni á erlendu tungumáli
  • • nota upplýsingatækni til heimildaöflunar í náminu
  • • taka ábyrgð á eigin námi
Nánari upplýsingar á námskrá.is