- Listir og lífsleikni

Einingafjöldi:
Þrep: 0
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla er á að efla þekkingu, leikni og hæfni nemenda í ákveðnum þáttum sem þeir velja sér út frá styrkleikum og/eða áhugasviði. Boðið verður upp á fjölbreytt val, s.s. leiklist, stuttmyndagerð, tónlist, sköpun og undirbúning fyrir hæfileikakeppni. Einnig verður nemendum boðið upp á aðstöðu í félagsmiðstöðinni 88-húsinu í þeim tilgangi að nemendur þekki og geti nýtt sér þá afþreyingu sem er þar í boði.

Þekkingarviðmið

  • Hvaða félagsmiðstöðvar eru í boði fyrir fólk á framhaldsskólaaldri
  • Undirbúningi og skipulagi sem fylgir því að halda hæfileikakeppni
  • Mikilvægi þess að æfa sig vel fyrir þátttöku í hæfileikakeppni

Leikniviðmið

  • Fara í félagsmiðstöð og finna sér viðfangsefni eftir áhugasviði
  • Taka þátt í að undirbúa hæfileikakeppni fyrir starfsbrautir

Hæfnisviðmið

  • Taka þátt í að undirbúa hæfileikakeppni fyrir starfsbrautir
  • Nýta sér félagsmiðstöð í sínu bæjarfélagi eða á Suðurnesjum
  • Geta flutt atriði í hæfileikakeppni starfsbrauta eða tekið þátt í því eftir að hafa undirbúið sig vel fyrir það
Nánari upplýsingar á námskrá.is