SMÍÐ1TJ06(SS) - Smíðasmiðja

Tré, járn

Einingafjöldi: 6
Þrep: 1
Forkröfur: Lokið grunnskóla
Áfanganum er ætlað að þjálfa nema til þess að geta notað og unnið með ýmis handverkfæri og hluti sem notuð eru í tré- og járnsmíði. Þjálfa nema í samvinnu með verkefnum þar sem fleiri en einn þarf að koma að smíði hlutar. Áfanginn er byggður upp með það að markmiði að þeir hlutir sem smíðaðir eru nýtist samfélaginu á einhvern hátt t.d leikföng fyrir leikskóla, ýmsir hlutir fyrir félagasamtök eða annað sem henta þykir. Áfanginn er ætlaður til að byggja upp sjálfstraust og gleði nema til að takast á við smíði á ýmsum nytjahlutum.

Þekkingarviðmið

  • notkunarmöguleikum verkfæra og tækja
  • mælingum og geta yfirfært þær á vinnslustykki
  • þeim hættum sem geta skapast við ranga meðhöndlun verkfæra og tækja

Leikniviðmið

  • lesa út út teikningu
  • smíða einfalda hluti eftir teikningum

Hæfnisviðmið

  • vinna með ýmis handverkfæri og hluti sem tilheyra járn- og trésmíði
  • smíða nytjahluti t.d. púsluspil, lestar úr timbri, hlaupahjól og gröfu úr járni
Nánari upplýsingar á námskrá.is