RAFG1KY03(SS) - Rafmagnsfræði - Kynning

Kynning á störfum rafiðngreinum

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Í þessum áfanga kynnist nemandinn starfi rafiðnaðarmannsins. Gerðar eru áhugaverðar tilraunir til að auka skilning á eðli og hegðun rafmagns. Í áfanganum kynnast nemendur helstu grundvallaratriðum og lögmálum rafmagns. Einfaldur búnaður er tengdur á fagmannlegan hátt. Hægt verður tengja verkefnin við áhugasvið nemenda s.s. rafeindatækni og rafmagnsfræði farartækja.

Þekkingarviðmið

  • áhrifum rafmagns á mannslíkamann
  • einföldum rafmagnsteikningum og táknum þeirra
  • helstu verkfærum rafiðna
  • umhirðu rafgeyma og hleðslu
  • öryggisráðstöfunum og umgengnsisreglum varðandi vinnu í nálægð rafmagns
  • takmörkum sem vinnu ófaglærðra eru sett við rafleiðara og rafmagnstæki
  • rafmagnsfræði: Straumur, spenna, viðnám, stærðir og mælieiningar. Riðstraumur, jafnstraumur. Hitaáhrif lagna og véla
  • algengustu efnum í rafiðnaði
  • ólíkum gerðum rofa, tengingu þeirra og notkun

Leikniviðmið

  • fara að öllum leiðbeiningum um vélar og tæki
  • tengja rafleiðara af öryggi, leggja kapal samkvæmt öryggiskröfum og forðast bleytu
  • kanna ástand rafleiðara og tilkynna frábrigði
  • lesa af rafmagnsteikningum í töfluskáp og umgangast lekaliða og vör af öryggi
  • beita helstu handverkfærum rafiðna
  • beita spennu- og straummæli (fjölsviðsmæli)
  • hirða um rafgeyma í tækjum sem nemandi vinnur með
  • tengja og aftengja rafgeyma við hleðslu
  • fara að öllum varúðarráðstöfunum í umgengni við rafmagnstæki, vélar og lagnir

Hæfnisviðmið

  • tileinka sér vandaða umgengishætti á vinnustað, virðingu fyrir sjálfum sér, samstarfsmönnum og umhverfi
  • gera sér grein fyrir að snyrtimennska á vinnustað eykur starfsöryggi og framleiðni
  • virða þau takmörk sem nemenda eru sett varðandi vinnu við vélar, flutningstæki, rafmagn og hættuleg efni
Nánari upplýsingar á námskrá.is