VITA2VT05(SB) - Vinnubrögð og tjáning

Vinnubrögð, tjáning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Nemendur skulu hafa lokið a.m.k. einni önn í framhaldsskóla
Í áfanganum kynnast nemendur aðferðum og vinnubrögðum sem nýtast eiga þeim í námi. Vinnubrögð við ritsmíðar, rannsóknir og heimildavinnu eru kennd og þjálfuð. Tjáning í víðum skilningi og aðferðir sem miða að því að þjálfa nemendur í gagnrýninni hugsun og miðlun hennar eru markvisst notaðar. Nemendur eru þjálfaðir í upplestri, framsögn og leikrænni tjáningu. Þá er farið er í helstu þætti námstækni.

Þekkingarviðmið

  • helstu reglum við ritgerðasmíð, rannsóknir og heimildavinnu
  • helstu einkennum tungumálsins við flutning efnis
  • mikilvægi skipulags og tímastjórnunar í námi
  • lestrar- og glósutækni

Leikniviðmið

  • ganga frá heimildaritgerðum og hvers kyns texta
  • nýta sér uppbyggilega gagnrýni annarra til betrumbóta
  • tjá sig munnlega og skriflega með markvissum og skýrum hætti
  • beita aðferðum námstækni í námi sínu

Hæfnisviðmið

  • skrifa vel uppbyggðan texta og beita málinu á viðeigandi hátt við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
  • beita blæbrigðaríku máli við flutning á ýmiss konar efni
  • taka virkan þátt í málefnalegum umræðum, tjá rökstudda afstöðu og útskýra sjónarmið
  • virða ólík sjónarmið og skoðanir annarra
  • skipuleggja nám sitt og nýta þá námstækni sem við á
Nánari upplýsingar á námskrá.is