ÍSLE3MV05(SB) - Málvísindi

málvísindi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: A.m.k. 10 einingar í íslensku á 2. þrepi
Í áfanganum verður fjallað um málvísindi í tengslum við viðfangsefni félagsvísindabrautar. Nemendur kynnast máltöku barna sem er hluti af sálfræðinámi þeirra, hljóðfræði sem færir þá inn í framburðarathuganir , þróun móðurmálsins eftir tímabilum sem tengir þá við Íslandssöguna, mállýskur (félagslegar, landshlutabundnar eða aldurstengdar) sem gefur þeim skilning á mismunandi félagslegum aðstæðum manna og tjáskipti til að skilja og skynja þær margvíslegu aðferðir sem menn hafa til að koma ætlun sinni til skila.

Þekkingarviðmið

 • málvísindum á félagsfræðilegum grunni
 • máltöku barna
 • málbreytingum frá einum tíma til annars
 • hljóðfræði og hljóðritun
 • mállýskum (félagslegum, landshlutabundnum og aldurstengdum)
 • tjáskiptum

Leikniviðmið

 • þekkja almenn tjáskipti með og án orða
 • sjá aldursmun texta eftir málfari
 • sjá mun á aldri, búsetu og stétt manna eftir málfari
 • hljóðrita algeng orð og lesa úr hljóðritun
 • meta málstig barna
 • greina málvísindi á félagsfræðilegum grunni

Hæfnisviðmið

 • beita málvísindum á félagsfræðilegum grunni
 • fylgjast með börnum og málþroska þeirra og gera grein fyrir niðurstöðum athugana sinna skriflega og í myndrænu og töluðu formi
 • nota kunnáttu sína í hljóðfræði og hljóðritun til að lýsa framburði orða og þekkja mun á mállýskum
 • gera sér grein fyrir aldri, búsetu eða stétt manna eftir málfarseinkennum þeirra og geta tekið þátt í rökræðum þar að lútandi
 • gera sér grein fyrir aldri texta frá mismunandi tímabilum og fjalla um breytingar sem orðið hafa
 • gera sér grein fyrir mismunandi tjáningarhætti manna með látbragði, orðum og svipbrigðum, skilja hvað í þessu felst og geta tekið þátt í umræðu um þessi efni
Nánari upplýsingar á námskrá.is